Bidda og fótboltinn

RonaldinhoÉg skil ekki fótbolta og hef ég þó reynt. Ég uppgötvaði Íslandsmótið í fótbolta þegar ég var svona 12 ára af því að stóra systir var með fótboltadellu og ég þurfti að sjálfsögðu að hafa allt sem hún hafði. Ég fylgdist með mótinu af gríðarlegum áhuga eitt sumar og hef ábyggilega haldið með Val, finnst afar ósennilegt að það hafi verið Selfoss... Já þetta hefur verið '75 þegar Jóhannes tók hjólhestaspyrnuna og allt það. Og svo kláraðist mótið og eitthvert lið vann, allt í lagi með það. En svo kom nýtt tímabil og þá byrjuðu allir á núlli, líka þeir sem voru í toppsætunum árið áður. Eftir alla baráttuna og svitann þá byrjuðu þeir á NÚLLI árið eftir. Og smám saman rann upp fyrir mér að þeir gerðu það á hverju vori, burtséð frá árangrinum sumarið áður. Mér fannst það svo bjánalegt, eins og að láta lemja sig í hausinn aftur og aftur. Þá hætti ég alveg að skilja fótbolta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Fótboltinn er stórt spurningarmerki ??  Ég hef einbeitt mér að horfa á alla þessa fullorðnu menn sem elta eina leðurtuðru .....  Fótbolti er Tabú og umræðuefni sem kona forðast að eiga við hina sem eru rauðir í kinnum af áhuga.  Áfram K.R.

www.zordis.com, 29.7.2007 kl. 10:16

2 Smámynd: Bjarney Bjarnadóttir

Hahaha já þó að ég sé algjört sportidjót þá skil ég sko alveg þessa skoðun, og reyndar er ég oft sjálf hissa á hvernig fullorðið fólk umbreytist vegna íþrótta og hversu mikla peninga þessi fótboltamenn eru að fá fyrir þetta tuðruspark!! Magnaður andskoti...

Bjarney Bjarnadóttir, 29.7.2007 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 109332

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband