Deep Purple og Uriah Heep

Við systurnar vorum mættar rétt upp úr 8 og þá strax var algerlega pakkað. En við fundum samt góðan stað. Uriah Heep voru byrjaðir og ég get svo svarið það, eins fyndnir og þeir eru í útliti þá voru þeir guðdómlegir. Ég fékk gæsahúð um mig alla þegar þeir spiluðu The Wizard, þá var Biddalitla orðin átta ára aftur og kunni þetta utan að. Hárið á bassaleikaranum er eins og úr Spinal Tap og söngvarinn virtist vera kominn sjö mánuði á leið. En hann söng vel og minnti bara heilmikið á David Byron. Þeir voru betra bandið þetta kvöld.

Jamm, Purple, það vantaði eitthvað. Kannski þreyta, kannski er of mikið að spila tvö kvöld í röð í sínhvoru landinu. Þeir spiluðu vel og það var mikið stuð, en það vantaði útgeislunina. Þetta var dálítið eins og að hlusta á iðnaðarrokk, öll trixin á réttum stöðum og allt eins og vel smurð vél sem er ekki það sem maður vill finna á tónleikum með Deep Purple. Aðalsmerki Gillans er húmor, hlýja og fíflagangur en þetta kvöld var hann bara maður í vinnunni.

Ég er samt ekki hætt að elska Ian Gillan, hann er ekki æskuvinur minn og leikfélagi fyrir ekki neitt. Mig langar meira til að heyra lögin frá sólóferli hans, kannski kemur einhvern tímann tækifærið til að fara á tónleika með Gillan's Inn.


mbl.is Rokkað í Laugardalshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 109265

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband