Ég kom við á Tábergi og Leggjabrjót

11949864361651380699hiking_boot_jarno_vasama__svg_med 

Við lögðum upp frá Stórutá og gengum á Táberg. Þar var bræla á miðunum svo að við fórum nokkuð hratt yfir, þó skruppum við yfir í Hælavík og gengum á Hælavíkurbjarg. Þar var ekki mikið að sjá. Við lögðum því næst á brattann og komum að Leggjabrjót. Skammt þar norður af komum við á Kálfafellsstað, heldur var þar kaldranalegur áningarstaður, eitt og eitt strá á stangli og lítil von um slægju. Næst brugðum við okkur að fjallabaki og komum í Bót. Þar hvíldum við okkur skamma stund á þessum skjólgóða en gróðursnauða stað. Úthvíldar og hressar gengum við upp Lönguhlíð sólarmegin og upp Vonarskarðið. Við fórum geyst því að farið var að styttast í fyrirhugaðan næturstað, Loðmundarfjörð. Því miður var skýjahula á Loðmundi. Við tókum á okkur náðir við Miðhús og vöknuðum árla morguns við niðinn í Blautukvísl. Veðrið var yndislegt, Loðmund bar við himin í allri sinni dýrð, hrikalegan að sjá. Leist okkur mjög vel á landkosti þarna og var beitiland þarna allgott. Við ákváðum því að hvíla okkur um stund í Unaðsdal, en þegar við litum betur í kringum okkur sáum við þó að þar sem áður var gagnstöð var nú útbruni og því ekki ástæða til að dvelja þarna lengur. Þó töldum við að það væri þess virði að koma þangað aftur og kanna betur landkosti.

Við lögðum nú úthvildar og hressar á Geldingardrangann og brugðum okkur yfir á Stóru-Botna og komum þar að Haugum á Setbergi, þar var fögur útsýn til allra átta og í norðri blöstu við Uxahryggir, breiðir og fagrir. En þar sem við stóðum og dásömuðum útsýnið skall á okkur hvassviðri og fylgdi því þrumuveður hið versta. Hröðuðum við því ferð okkar yfir á Víðivelli en þá tók ekki betra við því að á brattann var að sækja og öðru hvoru gengu yfir kröftugar jarðhræringar svo að örðugt var um gang. Við gripum dauðahaldi í fáeina fúabrúska sem fyrir hendi urðu, en það dugði skammt, við hröpuðum ofan í Kröflu. En komumst þó heilar á húfi þaðan og náðum hátindinum á þessari bungulaga hásléttu. Þaðan var svo létt að ganga upp að Bringu, nánar til tekið Stóru-Skógum. Þar virðist hafa verið grisjað töluvert eða þá að skepnur hafa komist þar á beit. Stóru-Skógar eru eiginlega ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var, bara nokkrir runnar á stangli, en ekki dugði að slóra og eftir talsvert erfiði komumst við í Hálsakot. Mikið er nú alltaf hlýtt og notalegt í Hálsakoti og gott að hvíla þar lúin bein, þar hefðum við viljað dvelja lengur en okkur var ekki til setunnar boðið.

Ofan og utan við Hálsakot eru Skeggrótarstaðir, þar er grasi gróið og von um mikil og góð hey. Örnefni eru nokkuð mörg á Eyrarholti, Hárnefsstaðir austari og vestari, Brávellir og Brúnir. Ofar eru Skallabúðir og Flókalundur en þar fannst okkur ekki jafn búsældarlegt um að litast og brugðum okkur því án tafar inn fyrir Enni. Þar var margt skrýtið og skemmtilegt að sjá en dálítið erfitt að rata um auðnina. Við gengum því á Rugludalsbungu til þess að reyna að átta okkur á staðháttum. Í norðri blasti við Fíflholt en heldur vænlegra var að líta til suðurs, þar blöstu við Vonarland og Undraland, en allt virtist komið í eyði er litið var til austurs. Og höfðum við á orði að þar þyrfti að fara að græða upp.

En nú vorum við orðnar þreyttar og héldum heim á leið. Þegar heim var komið ræddum við kosti og galla eyjunnar og þótt merkilegt megi virðast þá töldum við kostina þyngri en gallana. Ekki leist okkur þó á að karlmenn hæfu búskap þarna en töldum að það væri hverri konu hollt, ef ekki nauðsyn, að eiga og reka slíkt land.

 

Þetta áskotnaðist mér fyrir mörgum árum og hef ekki grænan grun um hver samdi. Annars eru til margar útgáfur af þessu, ég á nokkrar en þessi er best.


mbl.is Bifhjólaslys, kynferðisbrot og hraðakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stúlka! Hvaða menningarverðmæti lestu?

Hrönn Sigurðardóttir, 3.8.2009 kl. 22:06

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég les nú bara það sem ég finn í bókasafninu í Haugum á Setbergi...

Margrét Birna Auðunsdóttir, 4.8.2009 kl. 00:38

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Er það mamma ÞÍN sem á Mugg?

Hrönn Sigurðardóttir, 5.8.2009 kl. 21:44

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Já. Eða hann hana.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 5.8.2009 kl. 22:04

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

aha... þetta datt mér í hug Muggur og Ljónshjartað eru best friends....

Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Júní 2024
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.6.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 109403

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband