Landslag

IMG_1218

Þá loksins að það lætur sjá sig í björtu. Fyrsta myndin er tekin af austursvölunum hjá mér, beint fyrir framan útidyrnar. Þarna sést norður með Lagarfljóti, í áttina til Eiða. Lengra undan er svo Héraðsflói milli Seyðisfjarðar og Vopnafjarðar. Ókannað land sem bíður sumarsins. Með, einhver?

IMG_1219

Og af stofusvölunum. Næst er Menntaskólinn en lengra undan eru Egilsstaðir, ósköp venjulegur sveitabær. Og auðvitað Lagarfljótið.

IMG_1220

Þessi er líka af stofusvölunum, tekin til norðurs. Næst er flugvöllurinn, ég get næstum gengið þangað, og hinum megin við Lagarfljótið er Fellabær.

Ég hefði getað tekið eina í viðbót, beint til austurs. Þar er Fjarðarheiðin og þar með vegurinn til Seyðisfjarðar. Ég hef oft horft þangað út um eldhúsgluggann og velt fyrir mér hvaða ljós þetta væru, skíðalyftur kannski? En þá eru það bara bílljós Seyðfirðinga. Enn eitt ókannað svæði sem verður kannað þegar vorar. Og svo hefði ég getað tekið eina til suðurs, beint yfir bæinn, bara svona til að loka hringnum. Það er útsýnið úr skrifstofuglugganum mínum, þeirri sem verður þegar ég verð búin að setja saman skrifborðið og tengja nýju tölvuna. Það er reyndar mynd til suðurs með bað/kertaljósafærslunni, tekin út um þann glugga. En myndir innandyra koma ekki alveg strax, þó styttist í að það verði myndafært innandyra.

Rosalegt útsýni, finnst ykkur ekki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert með geggjað útsýni

Birna Pála (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 17:58

2 identicon

þetta er alldeilis  magnað landslag, hljómar eins og tónlist.....

Það verður gaman að fá að koma og njóta ,en hafa dýr atgöngumiða ???

Gangi þér vel að koma þér fyrir,

Anna systir

Guðrún Anna (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 01:05

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Já, hér hafa dýr aðgöngumiða. Stigagangurinn er utanáliggjandi þannig að það ætti ekki að vera vandamál. Allavega hefur mér ekki verið bannað að hafa dýr.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 26.1.2009 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Nýjustu færslur

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband