Þriðja færslan í dag

Þessi fína tölva hér í setustofunni, hún er víst ekki hluti af innbúinu. Og ég sem var svo hamingjusöm að sjá tölvu í stofunni. Fyrst hún var í almenningsrými hlaut hún að vera hluti af innbúinu. En það er einhver íbúi sem á hana. Einhver fyrrverandi íbúi, hann er víst fluttur. Svo að ég get ekki treyst á  tölvuaðgang alveg á næstunni. Ég meina, hann hlýtur að koma og taka tölvuna sína.

Þannig að ég þarf að athuga aðra möguleika. Hugsanlega er bókasafn hér í þorpinu, það hlýtur bara að vera, þá gæti ég komist í tölvu þar. En kannski er bókasafnið bara opið á vinnutíma og þá gagnast það mér ekki. En svo er á stefnuskránni hjá mér að kaupa nýja tölvu, kannski tíminn sé runninn upp til þess? Þetta verður allavega svona og hinsegin á næstunni.

En ég verð að segja frá mjög athyglisverðu símtali sem ég fékk í vikunni. Maður er nefndur Jón Torfason, starfsmaður á Þjóðskjalasafninu. Ég kannast aðeins við hann í sjón síðan ég lá yfir heimildum á safninu einhvern tímann. Nema hvað, hann hringdi í mig til að bjóða mér þátttöku í leshring. Hann hafði gúgglað eitthvað sem ég skrifaði einhvern tímann um ritgerð sem ég skrifaði  um réttarstöðu kvenna í Grágás og Jónsbók og þessi leshringur kemur inn á þetta efni sem afar fáir munu hafa rannsakað. Ég hef ekkert mikið rannsakað það heldur, það eina sem ég gerði var að bera saman þessar tvær lögbækur og niðurstaðan var sú að réttarstaða kvenna hefði versnað talsvert eftir gildistöku Jónsbókar. Kirkjan hafði mun meiri áhrif á þá síðarnefndu á meðan Grágás varð til í heiðni. Allavega er það bara í Jónsbók sem ætlast er til að kona synji ekki bónda sínum félagsskapar, það er ekkert svoleiðis í Grágás.

Allavega þótti mér vænt um þetta símtal og ég hefði ábyggilega haft gaman af því að taka þátt í þessum leshring ef ég hefði ekki verið að flytja yfir hálft landið tveimur dögum síðar. Kannski býðst þetta seinna.

Ég veit að ég á allavega eftir að þurfa að halda andanum við og hvar er betra að lesa en einmitt í kyrrðinni hér? Ég þarf allavega að leita uppi þetta bókasafn, allra hluta vegna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Nýjustu færslur

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband