Á bökkum Ohio

Þegar ég var smástelpa og kunni ekki bofs í ensku, var Banks of the Ohio, undurfallegt lag með Oliviu Newton-John, mikið spilað í útvarpinu. Olivia hafði á sér ímynd sakleysis og það var gagnrýnt þegar hún tók að sér hlutverk Sandy í kvikmyndinni Grease, hún þótti taka niður fyrir sig og sérstaklega þegar hún fór í leðurgallann. Eins og ég segi, ég skildi ekki ensku og hafði ekki hugmynd um hvað lagið var, hélt að það væri bara um ástfangið par á bökkum Ohiofljótsins, voða rómantískt og saklaust.

Svo kom lagið út á íslensku með Ruth Reginalds undir nafninu Í bljúgri bæn og varð svo vinsælt að í dag halda margir að hún hafi samið það.

En það er nú aldeilis ekki þannig. Samkvæmt Wikipedia er hér á ferðinni amerískt þjóðlag frá 19. öld sem fjallar hreint ekki um neitt sakleysi, heldur þvert á móti. Og þetta syngur hún eins og ekkert sé...

Banks of the Ohio

I asked my love to take a walk
To take a walk, just a little walk
Down beside where the waters flow
Down by the banks of the Ohio

And only say that you'll be mine
In no others' arms entwine
Down beside where the waters flow
Down by the banks of the Ohio

I held a knife against his breast
As into my arms he pressed
He cried "my love, don't you murder me
I'm not prepared for eternity"

I wandered home 'tween twelve and one
I cried, "My God, what have I done?"
I've killed the only man I love
He would not take me for his bride

And only say that you'll be mine
In no others' arms entwine
Down beside where the waters flow
Down by the banks of the Ohio

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

First price uppskrift að verðlaunadramalagi :)

Hrönn Sigurðardóttir, 13.8.2009 kl. 22:58

2 Smámynd: Eygló

Hugstola drápari.

Eygló, 13.8.2009 kl. 23:57

3 Smámynd: www.zordis.com

Scary en kommon Grease vara æðisleg .... :-)

www.zordis.com, 14.8.2009 kl. 01:05

4 identicon

skrítið að sjá hana í öðru hlutveki en Sandy í Grease

Birna Pála (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 10:01

5 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Grease var auðvitað æðisleg. Og ef ekki væri fyrir hana þá væri Olivia sennilega öllum gleymd núna. Hún lifir sem hin eina sanna Sandy

Margrét Birna Auðunsdóttir, 14.8.2009 kl. 11:31

6 Smámynd: Garún

Ég sá aldrei Grease en var svo heppin að uppgötva Oliviu sjálf alveg.  Og hlusta oft á lög með henni.  Mér finnst hún svo merkilega venjuleg eitthvað að mér finnst hún svakalega sérstök.  Held mikið með henni.

Garún, 17.8.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Nýjustu færslur

Færsluflokkar

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 809
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 660
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband