Geðveiki á þjóðvegunum

Stór jeppi með stórt hjólhýsi á eftir sér tók fram úr Econoline með kerru. Hvað ætli hann hafi  verið á miklum hraða? Eru menn hringlandi vitlausir? Þessi jeppakarl er heppinn að hafa ekki drepið einhvern. Svona fréttir eru hrollvekjandi.

Af hverju er fólk að láta svona á þjóðvegunum? Á maður ekki að finna ró þegar komið er út úr borginni? Á leiðinni heim úr Flatey um daginn, þ.e. á þjóðveginum frá Stykkishólmi, það var nú ljóta umferðin. Hver bíllinn af öðrum, og ekki alltaf af minnstu gerð, tók fram úr okkur þó að við værum á 100, þeir hljóta að hafa verið á 120.


mbl.is Jeppi eyðilagðist og hjólhýsi splundraðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Stundum er ég á þeirri skoðun að þeir sem draga þessa "skuldahala" á eftir sér séu að reyna að flýja þá.

Þeir átta sig bara ekki á því að leyfilegur hámarkshraði með "skuldahalann" í eftirdragi er 80 kílómetrar á klukkustund (miðað við bestu aðstæður).

Ég á svona flott vegaleiðsögutæki sem hefur þann möguleika á að sýna á hvaða hraða ég ek, nákvæmara en hraðamælir bílsins. Svo var ég á ferðalagi um daginn (á leið í Húsafell) Ég var á  94 km hraða (samkv: GPS) og kom þar aðvífandi jeppi sem æddi framúr mér sem  og þarf vart að taka fram að á eftir jeppanum var "skuldahalinn"

Svona menn eiga ekki að hafa réttindi til að aka bifreyðum.

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 5.8.2009 kl. 23:02

2 identicon

Í þessu tilfelli var bíllinn með kerruna á um 50km hraða. Allar aðstæður til að fara framúr voru eins og best verður á kosið (skv. lögreglu). Beinn og breiður vegur. Hreint og beint óhapp og hreint út sagt ógeðslegt af þér að vera að bera brjálæðis akstur upp á fólk sem þú þekkir ekki og greinilega veist ekkert hvað málið snýst um. Á meðan situr fólkið í sárum og þarf að lesa þessa þvælu.

Ólafur (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 23:02

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ólafur.

Ef þú hefur (kant) lesið athugasemd mína þá ættirðu að geta séð að ég er að tala allmennt um akstur fólks sem hefur þessa "skuldahala" á eftir sér.

Það er ekki það sama og ég hafi verið að segja að í þessu einstaka tilviki sem átti sér stað nú í kvöld hafi verið svona eins og ég lýsti í dæminu sem ég tók, þar var ég á leið í Húsafell fyrir nokkrum vikum síðan.

Slys og óhöpp geta gerst undir hvaða kringumstæðum sem er eins og þú ert að benda á.

Til þess að átta sig á þessu er gott að vita hvernig aðstæður voru á slysstað, malarvegur, nýlögð klæðning, blautur vegur, eða annað það sem skipt getur máli.

Hvað það var er eitthvað sem ég mintist ekki á í síðustu athugasemd minni.

Og svo í lokin

Ég er ekki því að GPS tæki bílsins sé þess valdandi að ég ljúgi hraðakstri uppá fólk sem ég ekki þekki. Þessi mæling sem GPS tækið gerir er ein sú nákvæmasta sem hægt er að fá og hef ég borið það saman við radar hjá lögreglunni ásamt þessum skiltum sem sýna hraðann sem maður keyrir á. Munurinn er mest 1km/klst.

Svo ef ég er ekki með GPS tækið í bílnum þá get ég sagt að 100km/klst á mæli bílsins er 96km/klst raunhraði.

Ólafur Björn Ólafsson, 5.8.2009 kl. 23:34

4 identicon

Ég var reyndar að benda þessari sem skrifaði bloggið á að hún er að fjalla um fjölskyldu sem lenti í slysi í kvöld. Ég þekki þetta fólk mjög vel og hef fengið allar upplýsingar um málið. Á undan þeim var mjög hægfara ökutæki. Eins og áður kom fram þá var ekkert í aðstæðum sem mælti á móti framúrakstri (skv. lögreglu). Þetta fólk hafði ekki í hyggju að drepa aðra eins og er ýjað að í blogginu. Mér finnst allt í lagi að skrifa almennt um umferðarmál, (vill til að ég þekki töluvert til málaflokksins) en sorglegt að slá um sig og berja sér á brjóst sem verndari allra ökumanna með svona óhróðri og níð.

Ólafur (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 23:52

5 identicon

Ps. skil ekki alveg hvað þetta fjandans gps dót kemur málinu við. Gagnast mér ágætlega að hafa hraðamæli í bílnum mínum. Og já ég kann að lesa bloggið þitt. Hnaut að vísu um þessar bifreyðar sem þú ert að tala um. Eru þær skyldar langreyðum? Ég hugsa samt að þú sért að fjalla um bifreiðar.

Ólafur (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 23:57

6 identicon

Ég veit ekki með þessi GPS tæki hversu nákvæm þau eru. Einn aðili fullyrti samkvæmt GPS tækinu sínu að ég hefði keyrt rútu á 130 km hraða á klukkustund. ALLAR R'UTUR ERU INNSIGLAÐAR 'A 100 km/klst. Og eru þeir hraðamælar löggilltir. Þannig að ég gef nú ekki mikið fyrir þessar hraðatölur samkvæmt GPS tækjunum. En slysin geta alltaf skeð og oft eru þeir sem hægar aka ekki síður hættulegir en þeir sem hraðar fara. Og allt of algengt er að þeir ætli að stjórna hraða annara vegfarenda. Ég hef oft lent í því enda keyri ég um 110 þúsund kílometra á ári.Og hámarkshraði er 90 km/klst en þú talar um að menn eigi að fara eftir lögum. Ertu ekki aðeins að skjóta þig í fótinn?

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 02:36

7 identicon

Það var nú ekki gaman að keyra þarna framhjá í dag og sjá hvernig hjólhýsið hafði slundrast, Ég keyri flutningabíl og það er ótrúlega oft sem að maður sér bíla bæði jeppa og fólksbíla keyra langt yfir löglegum hraða með tjaldvagna, hjól og fellihýsi, svo brunar þetta fólk með fjölskylduna framúr manni með tilheyrandi sveiflum til og frá á veginum. einu sinni niður bakkaselsbrekkuna (norðurendi öxnadalsheiðar) kom fram úr mér jeppi með hjólhýsi og hann sveiflaðist yfir báðar akreinar til skiptis nokkur hundruð metra kafla ég hélt hann ætlaði að fara útaf.  Það er líka oft þannig að fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því hversu langt það er komið framúr þegar það skiptir aftur um akrein,ég get sagt ykkur að fyrr í sumar tók framúr mér jeppi með hjólhýsi uppá vatnsskarði, ég var á 70 til 80 km hraða og hann byrjar að skipta um akrein áður en hjólhýsið er komið framúr mér og ef ég hefði ekki snarbremsað þá hefði ég fengið hjólhýsið í hliðin á flutningabílnum og þar af leiðandi hefði sú fjölskylda endað utanvegar og ég vil ekki hugsa þá hugsun til enda hvernig það hefði endað. 

Benedikt Helgason (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 03:19

8 identicon

Nú veit ég ekkert um þetta tiltekna tilvik, sem er vaki þessarar bloggfærslu. Það er nú oft svo, að þeir sem í hlut eiga eru ansi gjarnir á að fegra sinn hlut eftirá. Ég tek undir með Benedikt Helgasyni hér að ofan um aksturslag margra þeirra, sem eru með hestakerrur og hjólhýsi í eftirdragi. Er sjálfur mikið á þjóðvegunum og hef verið að aka hátt í 100 þús. km á ári og það er ótrúlegt sumt af því sem maður hefur horft upp á varðandi aksturslag fólks. Því miður virðist einhverskonar mikilmennskubrjálæði grípa ökumenn stóru jeppanna, hvort sem þeir eru með eitthvað aftaní eða ekki, og ég fagna því sérstaklega að í tillögum að breytingum á umferðarlögum, sem nú á að fara að fjalla um á Alþingi, er gert ráð fyrir að það þurfi að standast sérstakt ökupróf til að mega aka slíkum bílum.  

Sjóðríkur seiðkarl (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 04:53

9 identicon

Sæl öll.

Varðandi umræðuna hér að ofan finnst mér oft gleymast ábyrgð þeirra sem "flýta" sér hægar. Þeirra er að fylgjast jafnt með umferð framundan og á eftir, misbrestur á þessu skapar alltof oft óþarfa hættu.

Ég tek fram að ég veit ekkert hvort þetta átti við í tilvikinu sem rætt er um hér.

ps. við hjónin áttum fellihýsi og gamlan (10 ára) Pajero með skriðstilli, festi hann ávallt á 80 km./klst með halann aftaní. Mikið andsk. þægilegur hraði...

Bibbi (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 07:39

10 Smámynd: Guðjón Guðvarðarson

Þessi Ólafur sem reynir að réttlæta þetta veður um í villu og svima.

Þarna er ekki eitthvað sem skeður óvænt,  eins og hann vill benda á eru aðstæður hinar bestu,  hvað er þá að??   Jú einmitt sá sem ekur fram úr fer ekki nógu varlega,  enda er kominn tími til að  þessir jeppakarlar með skuldahalana á eftir sér átti sig á því að þeir "eiga ekki heiminn"  og eru ekki einir í umferðinni.  Tek undir það sem segir hérna í öðru blogg,  svona hegða ökuníðingar sér og afleiðingarnar eftir því.

   Óhöpp í umferðinni eru alltaf,  endurtek alltaf,  því að kenna að menn aka ekki eftir aðstæðum,   hverjar sem þær nú eru.   Þetta er ekki bara eitthvað sem gerist.

Guðjón Guðvarðarson, 6.8.2009 kl. 08:46

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er miklu þroskaðara fólk sem svarar á þessu bloggi en þeir sem svöruðu hér um sama málefni.  btw ólafur ip tala skráð virðist hafa svarað þar líka ;)

http://esgesg.blog.is/blog/esgesg/entry/926269/

Óskar Þorkelsson, 6.8.2009 kl. 11:37

12 identicon

Varðandi þetta sem að Sjóðrðikur Seiðkarl vinur minn og sveitungi segir þá er búið að breyta lögunum. Þannig er að þeir sem að taka ökupróf í dag á bifreið fá ekki skírteini til að aka stærri bíl en sem nemur 3.500 kg. heildarþyngd eða minna (sjá http://us.is/id/928 ). Þetta getur auðvitað ekki verið afturvirkt og við því er auðvitað ekkert að gera. Þessar reglur eru búnar að vera svona í einhver ár hérna á Íslandi en talsvert lengur á hinum norðurlöndunum.

Svo má auðvitað gagnrýna líka ökukennsluna hérna á Íslandi t.d. af hverju þeir sem að taka próf á bifreið eru ekki látnir taka 1-2 tíma á stærri ökutæki s.s. rútu eða vörubíl til að gera sér grein fyrir því hvað mikið pláss þessi ökutæki þurfa á vegum.

Og eins með kerrumálin þá eru alls ekki allir sem að kunna eða hafa reynslu í því að aka með kerrur aftan í sínum bílum og gengur t.d. illa að bakka með þennan búnað aftan í bílnum.

Ég ætla ekki að fara vera með einhverja sleggjudóma á þá ökumenn og þeirra farþega sem að lentu í þessu umferðaróhappi en við ættum kannski frekar að gleðjast yfir því að ENGINN slasaðist alvarlega. Eina tjónið er á búnaði sem að hægt er að fá bættan að því gefnu að tryggingar séu þannig frá gengnar. Ég segi það allavega fyrir mig að bíll er bara bíll en heilsa fólks fæst ekki bætt með peningum. Svo að ég vil óska þeim sem að lentu í þessu óhappi frekar til hamingju með að vera lifandi og óslösuð heldur en að vera skammast eitthvað.

Óðríkur algaula (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 13:46

13 identicon

Tek undir með Óðríki gott að enginn slasaðist og munurinn á þessu bloggi og því sem Óskar er að tala um er að þar fullyrða menn eithvað sem þeir hafa ekki hundsvit á. Slys gerast alltaf fyrir mistök. Þetta með að keyra of hratt miðað við aðstæður það er teygjanlegt. Menn geta verið á 10 km/klst lent í óhappi og hægt er að segja of hratt miðað við aðstæður. Ég hef oft þurft að negla niður þegar menn hafa gleymt því sem þeir eru með í eftirdragi og eru að fara frammúr. Maður blótar í smá stund en ef þetta reddast þá er það gott. En að fullyrða að menn séu ökuníðingar það finnst mér ekki fallegt ekki nema sömu menn lendi ítrekað í óhöppum sem leiða má til gáleysis. En það er bara þannig að það er misjafn sauður í mörgu fé.

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 15:48

14 identicon

heyrðu þið hérna nennið að fara á http://esgesg.blog.is/blog/esgesg/entry/926269/ og sjá hvað ég skrifaði þar .. ég skal hitta ykkur öll og útskýra þetta allt ef þið ætlið að dæma þetta svona áður en þið vitið allt! .. og ekki trúa öllu sem þið lesið í fréttunum!

 svo finnst mér asnalegt að fullorðnir einstaklingar séu að blogga í frítíma sínum um eitthvað mál sem snerti ykkur ekkert persónulega og þið voruð ekki vitni af atvikinu.

ef ég væri að lesa einhverja frétt og ég væri á móti henni, þá mundi ég ekki blogga um hana og dæma hana þótt ég vissi ekki söguna bakvið þetta. Ég mundi ekki haga mér eins og 12 ára smá stelpa sem er að blogga í fyrst skiptið eins og þið eruð að haga ykkur!

Daniel (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 19:14

15 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Daníel, það er engin saga á bakvið þessa frétt. Önnur en að einhver á stórum jeppa með stórt hjólhýsi vanmat aðstæður þegar hann tók framúr og olli óhappi. Fólki er brugðið við að lesa þessa frétt því að þarna hefði getað orðið stórslys. Þessi ökumaður verður að teljast einstaklega heppinn að ekki skuli hafa farið verr, vonandi dregur hann lærdóm af þessu.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 6.8.2009 kl. 20:33

16 identicon

Sæl Margrét.

Það sem ég hef verið að benda ykkur sem farið um þessar síður fordómafull og fremjið mannorðsmorð án þess að hugsa, að á bak við hverja frétt er fólk. Þú ert hér fyrir ofan að svara barni sem var farþegi í bílnum sem valt. Barn sem sér sig knúið til að verja foreldra sína. Prófaðu nú að lesa á milli línanna hvernig honum líður. Ef að einhverjar tilfinningar kveikna eyddu þá þessarri færslu. 

 Kk. Ólafur Einarsson

Ólafur Einarsson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 21:43

17 identicon

Djöfull finnst mér þið vera óþroskuð... þið vitið EKKERT um þetta, ég veit nákvæmlega hvað gerðist án þess að ég hafi hvorki tengsl við fólkið né neitt.

Það er enganveginn hægt að kenna bílstjóranum á jeppanum um frekar en hinum bílstjóranum. Þetta var bara umferðaróhapp.

hvernig getið þig dæmt einvhvern mann fyrir eitthvað sem þið vitið ekkert um?

Vitið þið eitthvað hvort sá sem var á encolinenum sveigði ekki óvart í hliðina á honum?

Hann gaf einfaldlega framúr vegna þess að encolinin var á 50-60km hraða. 

Mér finnst þetta lið allt vera svo óþroskað og asnalegt að það er hreinlega ógeðslegt!

sigtryggur (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Nýjustu færslur

Færsluflokkar

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 25
  • Sl. sólarhring: 127
  • Sl. viku: 793
  • Frá upphafi: 110195

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 647
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband