Að skrúfa saman stól

 IMG_1244

frá Rúmfatalagernum krefst doktorsgráðu í stærðfræði og rúmskynjun. Og ég er bara búin með þennan eina... Og maaargir eftir... Og ég hef enga þolinmæði í þettaAngry

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1239

Rétta bókahillan kom loksins. Og með henni tveir pakkar af hillum, það á að gera vel við mann. Ég sendi nú samt aukapakkann til baka. En loksins get ég farið að raða bókunum, það er nú samt mjög stutt á veg komið eins og sjá má. Bækurnar eru hjarta heimilisins, núna þegar ég sé þær uppi í hillu finnst mér ég loksins vera flutt hingað. Ég á samt ennþá eftir að setja upp gömlu Lundiahillurnar inni í bókaherbergi, þar verða allar skólabækurnar og möppurnar og kannski líka gömlu barnabækurnar sem ég get ekki látið frá mér.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úff ég er ekki góð í samsetningu húsgagna.Gangi þér vel

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 15:37

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Takk fyrir það, venjulega er þetta ekkert mál en þessir stólar eru alveg sér á parti, eins gott að þeir eru verulega flottir

Margrét Birna Auðunsdóttir, 6.2.2009 kl. 16:03

3 Smámynd: Ragnheiður

Í raun ætti að vera til sölu þolinmæði við útganginn í Ikea.

Ragnheiður , 6.2.2009 kl. 16:55

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Við útganginn í Ikea, segirðu Þar rakst ég einu sinni á ungan mann sem hafði verið fastagestur í skammtímavistuninni þar sem ég vann. Alveg frábært að sjá að svona spastískur, krepptur og lamaður strákur skyldi geta unnið við upplýsingarnar, enda svosem ekkert að honum í hausnum

Margrét Birna Auðunsdóttir, 6.2.2009 kl. 17:19

5 Smámynd: Ragnheiður

Hann hefur kannski átt að deila út þolinmæðinni?

Ragnheiður , 6.2.2009 kl. 20:14

6 Smámynd: www.zordis.com

Bjóddu heim 3 strákum, mætingaskylda með skrúfjárn, Bidda litla bakar pönnsur og býður uppá kaffi eftir uppsetningu og skrúfanir!

Málið dautt!

www.zordis.com, 7.2.2009 kl. 10:11

7 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Hann átti allavega nóg af henni, enda þörf á þolinmæði Þegar þarf að reiða sig á aðra við flestar daglegar athafnir eins og að fara á klósett eða fá sér að borða, eða bara fara á fætur og í föt. Almáttugur, ekki hafði ég brot af þolinmæðinni sem hann hafði. Enda hefði Ikea ekki ráðið mig

Zordis, góð hugmynd

Margrét Birna Auðunsdóttir, 8.2.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Nýjustu færslur

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband