Af réttri hillu og vitlausri

Vitlausa hillan fór héðan samviskusamlega fyrir helgi. Í dag átti sú rétta svo að koma ásamt fjórum borðstofustólum sem einhverra hluta vegna höfðu orðið eftir í borginni. Og svo fékk ég hringingu frá Flytjanda um að hjá þeim biðu mín fjórir stólar. En engin hilla? Karlinn fór og leitaði en þar var engin hilla stíluð á mig. Við ákváðum því að geyma stólana aðeins og ég hringdi í Rúmfatalagerinn til að fá skýringu á þessu.

Það kom í ljós að hillan hafði ekki verið send, bara stólarnir. Núna er hún lögð af stað til mín. Sú vitlausa var hinsvegar komin heim til sín.

Það verður því örlítil bið á því að ég geti gengið almennilega frá bókunum mínum. Og svo þarf ég að muna eftir því að slökkva á símanum næstu daga því að ég er að fara á næturvaktir og ég vil fá að sofa þegar ég má það...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Voða eigingirni er í Biddunni ... slökkva á símanum þegar umheimurinn þarf að heyra í henni hljóðið!!!

Hvernig leggst annars í þig fegurð austfjarða?? Austfirsk karlmenni og lagarfljótsormurinn? Knús á þig mín kæra!

www.zordis.com, 2.2.2009 kl. 19:49

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Fegurð Austfjarða og austfirskra karlmanna er alveg milljón

Og Lagarfljótsormurinn... Ég sé hann af svölunum

Ormurinn er nefnilega bátur sem hefur vetursetu í lítilli vík rétt við brúna og á sumrin siglir hann upp og niður eftir fljótinu með túrista í maganum, kannski étur hann þá, úúú

Margrét Birna Auðunsdóttir, 4.2.2009 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Nýjustu færslur

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband