Sólarhringur í lífi Margrétar

Ég fór að heiman eftir hádegið í gær. Þá voru gestirnir nýfarnir, vinnufélagi minn sem býr á Stöðvarfirði og brasilíska konan hans sem er að pæla í því að leigja af mér herbergi. Sjáum hvað kemur út úr því. Ég vil nú helst hafa gestaherbergið laust um helgar í sumar, skiljanlega.

Leiðin lá í sund þar sem ég passaði barn á meðan amman synti. Dálítið kalt úti en alveg unaðslegt, nuddpotturinn hér er alvöru. Og svo hitti ég svo marga, bæði vini og vinnufélaga. Það hafði verið eitthvað rætt um að kíkja á myndlistarsýningu og kannski kaffihús. En það var bara kannski og svo var bara svo stutt í kaffi til hennar Dísu. Og þar voru dregin fram spilin. Og svo var klukkan bara allt í einu orðin hellingur og kominn matur á borð. Hér virðist fólk ekkert vera að drífa sig heim í mat, við vorum ekki færri en fimm í mat hjá Dísu, þar á meðal amman og barnabarnið.

Svo þurfti að koma barni í ró og við Dísa fylgdum þeim heim, út í Fellabæ. Og héldum áfram að spila og fengum okkur dömukaffi með. Svo var komin hánótt og við lögðum okkur bara þar sem við vorum.

Í morgun var kominn 12 stiga gaddur og þó að það væru ekki nema tveir kílómetrar heim, þá lagði Biddan ekki alveg í það, Dísa hinsvegar var alveg tilbúin að rölta þetta. Og svo var dömukaffið eitthvað skrýtið í maganum svona morguninn eftir. Þannig að við tókum leigubíl og bílstjórinn var þvílíkt að reyna að fá okkur til að slúðra. Hann iðaði allur í framan. En hitti ekki á réttu konurnar til þess.

Sem sagt, Bidda skrapp í sund og kom heim sólarhring síðarGrin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Vá svakaleg sundferð !

Ragnheiður , 1.2.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Segðu

Margrét Birna Auðunsdóttir, 1.2.2009 kl. 17:17

3 Smámynd: www.zordis.com

Þetta hefur verið svona ment 2 be thing!

Gott að þú ert að njóta þín á austurlandinu hinu fagra.

www.zordis.com, 1.2.2009 kl. 17:28

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Svona líka Litla stelpuskottið sem ég passaði fyrir ömmuna, sem btw. er vinnufélagi minn og líka besta vinkona Dísu, ég hef ekki vitað mannblendnari krakka. Ég skaust inn til að sækja sundgleraugu handa henni og bað vinnufélaga mína fyrir hana á meðan, fólk sem hún hafði aldrei augum litið. Þegar ég kom til baka voru þau búin að finna handa henni korkbút og hún synti með hann um alla barnalaugina, svakalega montin. Börn geta haft svo yndislega nærveru og þessi skotta heillaði alla upp úr skónum, eða kannski sundblöðkunum

Svona eiga smáþorp að vera.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 1.2.2009 kl. 17:41

5 identicon

Svona er yndislegt að vera í sveitinni

Birna Pála (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Nýjustu færslur

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 110325

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband