Þetta er allt að taka á sig mynd

Það er farið að snjóa og landslagið sem var svo skýrt og greinilegt áðan er núna alveg horfið í snjómuggu. Ég er ennþá að koma mér fyrir og fór áðan niður í geymslu með alla pappakassana, einfaldast að geyma þá bara fyrst ég hef pláss til þess á annað borð. Ég veit ekkert hve lengi ég verð hér, kannski kem ég í bæinn eftir tvö ár og það er tómt vesen að vera alltaf að redda kössum. Ég fór líka niður með fimm svarta ruslapoka, fulla af pappa og dagblöðum, allt í geymsluna líka. Svo losa ég mig við þá smám saman, það hljóta að vera grenndargámar einhvers staðar. Eða þá að ég smygla þeim í ruslið, einum í einu.

Ég er að mana mig upp í að fara að mála forstofuna. Það er svooo leiðinlegt að mála, ég nenni þessu engan veginn. Þá er víst best að rippa því af, er það ekki?

IMG_1232

Og svo fer bókahillan mín bráðum að koma, Rúmfatalagerinn hafði það af að senda mér vitlausa hillu sem ég þarf að senda til baka og svo vantar fjóra stóla sem áttu að vera með borðstofuborðinu. Það breytir svosem engu, þetta hefst allt í fyllingu tímans. Ég fékk bara þessa einu sem er á myndinni og eins og sjá má dugir hún frekar skammt. Vitlausa hillan var að fara núna rétt áðan, Flytjandi kom og tók hana og ætlar að koma henni heim til sín. Þá hlýtur sú rétta að fara að koma. Og svo á ég eftir að skrúfa hurðirnar á skenkinn góða, það þarf fjórar hendur til þess og ég hef bara tvær.

IMG_1233

En þetta er nú samt að taka á sig einhverja mynd. Hér sést inn í tvö herbergi sem ég er ekki enn farin að taka í notkun, skrifstofu til vinstri og svefnherbergi til hægri. Nú er bara að kýla á þessa málningarvinnu svo að ég geti farið að skrúfa saman skrifborð og tengja nýju tölvuna og prentarann. Og ég er farin að hengja upp myndir eins og sjá má. Þessi er úr Landmannalaugum og afasystir mín átti hana. Þessi mynd hefur fylgt mér lengi og var meðal annars á sýningunni góðu í Árbæjarsafni um árið.

En ég var að fá eina slæma frétt. Samningurinn við Flugfélag Íslands er að renna út í vor og það verða því engir flugmiðar á kostakjörum. Ég kem því ekki til með að kíkja í bæinn annan hvern mánuð eins og mig dreymdi hálfpartinn um. Á móti kemur að það er fínt að fara keyrandi í bæinn, þá hef ég bíl og get skottast um eftir þörfum. Ég stefni einmitt staðfastlega á að kaupa mér bíl um mánaðamótin apríl-maí, það verða sérlega feit mánaðamót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Hvar ertu manneskja???? 

Garún, 28.1.2009 kl. 17:26

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég er hér, hvar ert þú?

Ég bý núna á Egilsstöðum og vinn í álverinu á Reyðarfirði. Sástu myndina sem ég sendi þér af krökkunum í haust, það er kannski ekki mikið um að vera í auglýsingabransanum núna hvort sem er, eða hvað?

Margrét Birna Auðunsdóttir, 28.1.2009 kl. 18:21

3 identicon

Halló, halló....

Þetta er alldeilis fín íbúð og það verður gott þegar þú hefur komið þér fyrir.

Gangi þér sem allra best í vinnunni....

mbk,

Anna

Guðrún Anna Auðunsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 23:42

4 Smámynd: www.zordis.com

Það fer að komast flott mynd á hreiðrið! Falleg myndin sem hefur fylgt þér og afasystur þinni.

Njóttu fegurðar austurlands, ekkert betra!

www.zordis.com, 30.1.2009 kl. 08:39

5 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Fegurð Austurlands sést betur og betur með hverjum deginum sem líður. Enda hver dagurinn öðrum lengri og bjartari. Það styttist í vorið, það hefur verið eitthvað geðheilsutengt að hafa febrúar svona stuttan eins og hann er

Margrét Birna Auðunsdóttir, 30.1.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Nýjustu færslur

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 110322

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband