Það hefur eitthvað undursamlegt gerst í dag

Fyrirfram hefði ég aldrei trúað því að mótmæli almennings myndu skila slíkum árangri. Á undanförnum árum hefur nokkrum sinnum verið mótmælt en aldrei með neinum árangri. Forsætisráðherra Kína kom og fór og fjöldi manns lenti á svörtum lista, voru jafnvel lokaðir inni á meðan á "heimsókninni" stóð, en með tímanum gleymdist það. Kárahnjúkar risu þrátt fyrir mikil mótmæli. Tveir menn skráðu okkur á lista hinna viljugu þjóða og rufu þannig þúsund ára hefð friðsamrar þjóðar. Því var tekið sem orðnum hlut þó að einstaka mjóróma rödd heyrðist.

Fyrsti maí hefur sífellt verið að lækka í tign sem mótmæladagur, það hefur verið talað um að færa hann að næstu helgi á undan eða eftir og helst hefur verið litið á hann sem almennan frídag til að vera heima og slappa af. Flest venjulegt fólk hefur verið með svo yfirspenntan fjárhag, yfirdráttarheimild í botni og svona, að mótmæli hafa verið frekar máttlítil. Hver þorir að fara í verkfall og eiga ekki fyrir lánunum?

En núna verður þetta öðruvísi. Ég er alveg sannfærð um það. Við höfum séð hvers við erum megnug.

Og ef næsta ríkisstjórn stendur sig ekki, þá bara förum við aftur að mótmæla!!!
mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Nýjustu færslur

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband