Landslag í vetrarsól

Það eru aldeilis læti í landstjórninni, nú eru mótmæli síðustu mánaða að skila árangri. Ég var lengi framan af ánægð með ríkisstjórnina en aðgerðaleysi hennar síðan í október er alveg ófyrirgefanlegt. Það er kominn tími til að aðrir spreyti sig.

Fáum bara meira landslag, það róar æstustu hugi. Þetta er alveg sama landslagið og í gær en í morgun var þessi skafheiði himinn og sól, landslagið var allt í einu komið í spariföt. Ég held að það hafi verið í tilefni dagsins.

IMG_1231

Út um stofugluggann. Séð yfir Lagarfljótið.

IMG_1221

Og enn meira Lagarfljót. Tekið af svölunum til suðurs.

IMG_1223

Það er svona stutt út á flugvöll. Nú ber að taka það fram að það er ágætis zoom á vélinni minni. Tekið af svölunum til norðurs. Fellabær lúrir þarna hinum megin við fljótið.

IMG_1226 

Til suðausturs. Það rýkur vel upp úr sundlauginni.

IMG_1225

Til suðurs, beint upp í sólina. Þegar ég flutti hingað náði hún ekki upp fyrir sjóndeildarhringinn en nú er hún farin að skína. Verst að ég tók ekki eftir því hvaða dag það gerðist, gæti verið tíu dagar eða svo.

IMG_1227

Fjarðarheiðin. Tekin beint í austur frá útidyrunum. Ég bý svo ljómandi vel að hafa svalir bæði til austurs og vesturs og það er gengið inn frá austursvölunum. Sem gefur mjög prívat tilfinningu.

IMG_1228

Norðaustur. Hnjúkurinn þarna heitir held ég Norðasta-Snæfell, samkvæmt Íslandsatlasnum sem er gull mitt og gersemi þessa dagana. Hinum megin við hann er Borgarfjörður eystri þar sem Bræðslan stendur aldeilis ekki auð.

IMG_1229

Og lengra í norðaustur. Þetta vatn, spurning hvort þetta eru bara klakapollar sem hverfa í vor eða hvort það er hægt að busla þarna á sumrin. Þetta er allavega ekki hið títtnefnda Lagarfljót.

IMG_1230

Og enn lengra til norðurs af austursvölunum. Lagarfljótið fyrir miðri mynd en ekki veit ég hvað þau heita, þessi fjöll í bakgrunninum. Þarna er hringnum lokað því að til vesturs er Fellabær fjær og flugvöllurinn nær. Ég er nánast með 360° útsýni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt að fá að njóta þessa útsýnis með þér :) Fallegt!

Hrafnhildur Þórólfsdóttir (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 23:54

2 Smámynd: www.zordis.com

Eru strákarnir jafn sætir og umhverfið?

Glæsilegt!

www.zordis.com, 27.1.2009 kl. 20:54

3 identicon

Yndi!

Kveðju úr kjallaraíbuðinni frá Meike Moldvarp

meike (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 23:35

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Takk allar Strákarnir eru sætir og skemmtilegir en toppa ekki alveg landslagið. Enda þarf MIKIÐ til eins og sjá má Þeir eru samt alltaf að batna.

Og munið að það er alltaf skemmtilegra að skoða landslagið með berum augum. Ég vil helst fá ykkur allar í heimsókn

Margrét Birna Auðunsdóttir, 28.1.2009 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Nýjustu færslur

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 110322

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband