Ég vissi það

Þegar ég horfði á Sommer í gærkvöldi, nýja danska þáttinn þar sem aðalpersónan er gamall læknir sem er að byrja að fá alzheimer og í óöryggi sínu reynir hann að hafa þrælatak á sonum sínum, svona er að horfa á fyrsta þáttinn, nú verð ég að horfa á þá alla. Og ég sem er að byrja í vaktavinnu, hvað á ég að gera?

En ég vissi um leið að ég þekkti aðalleikarann þó að 30 ár væru síðan hann lék í Matador. Kristen Skjern, nei, ég meina Jesper Langberg.

Ef ég væri í annarri tölvu gæti ég gúgglað myndir en ég kann ekki við að hlaða myndaforritum inn í ókunnar tölvur.

Reynið bara að sjá fyrir ykkur rauðhærðan risa, afskaplega góðlegan. Og svo gráhærðan risa með ístru. Sá gráhærði notar þennan sama góðlega svip til að ráðskast með fólkið sitt og þá þekkti ég hann eins og skot. Ég elska Matador og alla þá leikara, Röde hefur sést af og til, síðast sem pabbi hennar Önnu Pihl. Oh hve ég hlakka til að fylgjast með Sommer.

En ég verð að segja frá einu: Ég gleymdi snyrtibuddunni minni í borginni. Ég er hvorki með meik né maskara! Ætli ég lifi þetta af? En miðað við andlitið á nýju nágrannakonunni minni þegar hún kemur úr vinnunni eftir 12 tíma vakt í kerskála, alveg kolsvört í framan, ef ég verð svona líka, þá hef ég sennilega ekki mikið við snyrtivörur að gera. Það  tæki sennilega enginn eftir því hvort ég er máluð eða ekki. Og nýju vinnufélagarnir sem byrjuðu í dag um leið og ég, næstum eintómir tvítugir strákar með ístru, ekki pæla þeir mikið í útlitinu.

Ég segi bara eins og Dr. Hook, I'm gonna be makin' it natural!

 

Vonandi sést þetta, ég get ekki séð það sjálf í þessari tölvu. Og mér finnst alger óþarfi að taka það fram að textann ber ekki að taka of bókstaflegaLoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þessi þáttur lofaði góðu..ég er alltaf að lofa sjálfri mér að festast ekki yfir nýrri seríu í sjónvarpinu en hvað gerist ? Dæs...

Ragnheiður , 4.11.2008 kl. 22:30

2 Smámynd: www.zordis.com

Dr. Hook stendur alltaf fyrir sínu!!  Natural talent og natural look fara alltaf vel saman.  Gangi þér vel í nýju vinnunni og því nýja sem Perla austfjarða býður uppá.

Strákar með bumbur eru ógó sexý!!!  Myndir takk

www.zordis.com, 6.11.2008 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Nýjustu færslur

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband