Ég elska þessa keppni - en samt hrútleiddist mér að horfa

457492AÞað er eitthvað bogið við Söngvakeppni Framhaldsskólanna. Hugmyndin er frábær en það er eins og það sé ekkert lagt í þetta. Við erum að tala um á þriðja klukkutíma af krökkum sem eru velflestir að byrja í bransanum. Það tekur á þolinmæðina að hlusta á krakka sem hanga í tóninum, ein stelpan var rammfölsk allt lagið og það var þjáning að hlusta á hana. Hún var nú samt valin af sínum skóla svo að hún hlýtur að geta sungið - en það er meira en að segja það að standa á sviði og syngja í míkrafón fyrir fullum sal og í beinni sjónvarpsútsendingu. Það þarf að gera eitthvað miklu meira fyrir keppendurna en að útvega þeim góða förðun og greiðslu, það er spurning hvort þau fá nóga þjálfun í því að standa á sviði. Og talandi um sviðið, þetta má greinilega ekki kosta neina peninga en þarf endilega að hafa sviðið svona bert? Og hljómsveitin úti í horni í stað þess að vera í bakgrunni, sumir jafnvel sitjandi, mér fannst ég ekki sjá að hljómsveitin hefði gaman af þessu umfram það að vera bara í vinnunni. Þeir spiluðu ekkert illa, þeir virtust bara ekki hafa gaman af þessu og það smitar. Ef ég væri unglingur að keppa þarna og að deyja úr taugaóstyrk, það myndi gera mig ennþá stressaðri að vita að hljómsveitinni leiddist að spila undir hjá mér.

previewOg aumingja kynnirinn var alveg hræðilegur. Hann þarf að halda stemmningunni uppi sem er erfitt í þessu maraþoni og honum bara tókst það ekki. Fyrir nokkrum árum var Páll Óskar kynnir og ég man að hann safnaði öllum keppendunum upp á svið í lokin þegar úrslitin voru kynnt. Núna voru úrslitin bara lesin upp, sigurlagið endurtekið og allir tíndust út, dauðfegnir. Snubbótt, keppendurnir eiga betra skilið.

Af hverju má þetta ekki kosta peninga? Þarna eru allir framhaldsskólar landsins og allir nemendurnir eru að horfa á og halda með sínum skóla. Og allar mömmurnar og pabbarnir líka. Af hverju ekki að skipta keppninni í tvennt eins og Eurovision, tvö undanúrslitakvöld með 16 lögum hvort og svo LE FINALE þar sem allt er lagt undir með hámark tólf lögum. Það er gomma af flottum söngvurum sem hafa komið út úr þessari keppni. Það er hægt að hafa þessa keppni svo flotta.


mbl.is Verslósigur í söngkeppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Ég held að allir peningar heimsins geti ekki gefið sumum þarna sönghæfileika.

Það væri nær að gera eins og þú segir, að hafa undankeppni.. sjónvarpa síðan úrslitunum. 

Viðar Freyr Guðmundsson, 13.4.2008 kl. 16:08

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Það eru ekki mörg ár síðan farið var að hafa keppnina í beinni útsendingu. Mig minnir að áður hafi henni verið skipt í tvennt en það var náttúrlega miklu einfaldara þegar þurfti bara að spila upptökuna og skipta henni á tvö kvöld. Nú allt í einu gerir maður sér grein fyrir því hve þessi keppni er brjálæðislega löng og það er ekki á neinn leggjandi að horfa á þetta allt, þrátt fyrir góðan vilja verður maður bara alveg útkeyrður. Vonandi verður eitthvað gert í þessu, það hlýtur að fást nóg af sponsorum með þennan áhorfendahóp.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 13.4.2008 kl. 16:19

3 Smámynd: Valsarinn

Það var gerð tilraun að hafa undanúrslit og svo úrslit fyrir 2 árum, það gekk bara ekki upp

Valsarinn, 14.4.2008 kl. 00:04

4 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Ég bara nenni ekki að horfa á þetta en borga samt fyrir það.

Málið er undankeppni.

Lilja Kjerúlf, 14.4.2008 kl. 12:10

5 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Málið er auðvitað undankeppni, 2-3 riðlar og bara úrslitin sýnd í sjónvarpi. Keppnin batnar sjálfkrafa þegar krakkarnir þurfa að hafa meira fyrir þessu og fara ekki sjálfkrafa í sjónvarp. Þá eru þau líka þegar búin að keppa einu sinni þegar úrslitin fara fram og eru miklu sjóaðri á sviðinu.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 14.4.2008 kl. 21:32

6 Smámynd: SaraN

Ég sá þetta ekki heldur hlustaði á þetta, og satt að segja að þá finnst mér að það eigi kannski að taka þetta upp áður ... ekki hafa þetta beint. Þá væri hægt að "bíbba" þá hluta sem að eru ekki að ganga, eða bara sleppa því að sýna það sem að var svakalega slæmt.

Æji nei þetta var ljótt, ég veit að bara það eitt að standa fyrir framan allan þennan fjölda myndi fá mig til að klúðra hlutunum. Þannig að þessir krakkar eiga hrós skilið fyrir að "kýla á´ða" þetta var kannski ekki fullkomið en þau gerðu sitt besta, og voru skólum sínum til sóma.

það þarf ekki að vera fullkomið ... þú að minnsta kosti reyndir, gæti verið mottó næstu keppni.

kv SaraN

SaraN, 19.4.2008 kl. 02:15

7 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Ég var að REYNA  að setja inn comment á hinni síðunni... eins og sést þar þá gekk það barasta ekki rassgat. Ætlaði bara að hrósa þér og kórnum.  Þurfti að stökkva á brott með Önnu þarna um daginn, annars hefði ég öruggleg smellt á þig knúsi.

sjáumst

Lilja Kjerúlf, 21.4.2008 kl. 19:14

8 Smámynd: Garún

Jamm

Garún, 21.4.2008 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Nýjustu færslur

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband