Draumur um skíði

Mig dreymir stundum svo mikla vitleysu, hefur nokkur annar lent í því? Afskaplega sannfærandi í svefnrofunum og gjörsamlega rökrétt. Eins og að fara allsber á skíði. Fyrir það fyrsta þá hef ég aldrei á ævi minni stigið á skíði, látum vera með hitt. Ég var á skíðahóteli ásamt hópi fólks úr Gleðikórnum og þegar ég var yngri og laglegri voru allskonar áskoranir í gangi eins og að drekka ógeðsdrykki og sleikja tær, segjum ekki meir. En í draumnum var málið að fara allsber á skíði og ég var svoleiðis peppuð fyrir það, þurfti bara eitthvað að gera og græja áður sem tók greinilega langan tíma því að veðrið var ýmist brunagaddur eða rigning. En liðið mitt lét greinilega ekkert stoppa sig því að allt í einu var enginn eftir nema ég. Og enn var ég ekki farin allsber á skíði. Það stóð eitthvað í mér að vera orðin ein eftir, bæði að missa félagsskapinn en líka að það væri svo helvíti vont fyrir geirvörturnar, þær gætu jafnvel bara molnað og dottið af í frostinu. Rökhugsunin alltaf á sínum stað. Svo að ég ræddi þetta við sálfræðing og komst smám saman að því að það væri ekkert vit í að vera að þessu, engin vitni til að staðfesta afrekið. Og svo var ég allt í einu vöknuð og sá ekkert vit í neinu af þessu yfirleitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Margrét Birna.

Draumar af þessu tagi
opinbera oft að undirmeðvitundin
geri athugasemdir við eitt og annað
sem dreymandi gerir að viðfangsefni sínu.

Í sem skemmstu máli getur þetta verið vafi sem
tengist tilteknum raunveruleika í veruleikanum
sem dreymandi hefur ekki tekið á eða
gert þá nauðsynlegu tiltekt sem dreymandi veit fullvel
að nauðsyn er á.

Það þarf sem sagt að ryðja leiksviðið
til að rýma fyrir því sem er nauðsynlegra en
það sem fyrir er, - og til hagsbóta dreymandanum.

Húsari. (IP-tala skráð) 2.10.2019 kl. 23:27

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Takk Húsari, ég held að þetta sé bara alveg rétt hjá þér :D

Margrét Birna Auðunsdóttir, 2.10.2019 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband