Bidda og boltinn

Einu sinni var ég algjör fótboltadýrkandi. Það var í kringum 10-12 ára aldurinn þegar Ásgeir Sigurvinsson fór með himinskautum og Jóhannes Eðvaldsson skoraði með hjólhestaspyrnunni frægu á móti Austur-Þjóðverjum. Áhuginn var einlægur og þetta var skemmtilegt. Ég fylgdist vel með deildakeppninni í fótbolta og hér á Selfossi áttum við meira að segja leikmann sem fyllti okkur miklu stolti, hann spilaði reyndar með Fram en ég man vel eftir því hvað það fyllti okkur Selfosskrakkana miklu stolti þegar sagt var frá mörkunum hans í íþróttafréttunum.

Svo liðu nokkuð mörg ár og það var eitthvað minna um stóra sigra. Aðdáunin breyttist í meðvirkni og sú meðvirkni varð því meiri sem árangurinn varð minni. Samt var ekkert að frétta af körlunum en á sama tíma blómstraði kvennalandsliðið, þær eru búnar að taka þátt í nokkrum stórmótum. Dýrkunin færðist samt ekki yfir á þær, einhverra hluta vegna. Kannski snerist þetta aldrei um fótbolta, það er sennilega rannsóknarefni fyrir félagsfræðinga að skoða samspil íþróttaárangurs og meðvirkni en það er mín tilfinning að það snúist afskaplega lítið um íþróttina.

Þess vegna er ég svo glöð núna, ég hef fundið aftur þessa gleði sem fótboltinn færði mér einu sinni. Og ég mun öskra hæst af öllum ef okkar menn vinna Englendinga í kvöld og komast í 8 liða úrslit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband