Það lifnar allt við á haustin

Ég er svo öfugsnúin (kannski er þarna komin ástæðan fyrir því að ég þrífst svo vel í Hinsegin kórnum), en allavega þá er haustið minn uppáhaldstími. Það fer allt í gang á haustin og það elska ég í tætlur. Þegar blómin deyja og laufin fara að falla af trjánum, þá fer Bidda í stuð. Verst að ég á ekki pening til að fara í jóga eða magadans, þetta segi ég reyndar á hverju ári en nú er það alveg satt.

Ég kláraði veikindaréttinn í byrjun sumars og var meira og minna í tilvistarkreppu í allt sumar. Ég vissi, og veit, hvert mig langar að stefna en það var ekki alveg ljóst hvaða leiðir væru færar. Ég átti ekki rétt á atvinnuleysisbótum vegna námsins síðasta vetur og þar sem ég fékk enga vinnu þá sat ég uppi með félagslega framfærslu fyrir atvinnulausa námsmenn. Ég hafði ætlað að ráðast í meistaraverkefnið í haust en fann að ég var enginn bógur í það, mig vantaði meiri tæknilega þekkingu og vissi að mér væri ekki að fara að takast þetta. Og alveg vonlaust að fara að taka námslán vitandi að ég gæti ekki klárað þetta. 

Ég reyndi eins og ég gat að finna mér vinnu en komst að því að 52 ára er ekki mjög sexí. En ljósi punkturinn var auðvitað sá að þar sem ég var tekjulaus í sumar eða svo gott sem, þá átti ég í fyrsta sinn rétt á fullu námsláni. Þannig að ég valdi mér fullt nám og skráði mig í ýmsa hentuga kúrsa, vefritstjórn, ensku, heimildamyndagerð og fleira sem hjálpar mér þegar ég fer að búa til margumrætt vefrit. Og svo fékk ég vinnu með náminu, 10-15 klst á viku, við að aðstoða fatlaðan samnemanda. Sem er mjög gott, þá þarf ég aldrei að fara út af skólalóðinni. Ég hélt um daginn að ég væri komin með vinnu á kaffihúsi en svo brást það og eftir fyrstu vonbrigðin þá var ég bara fegin, þetta var illa borguð þrælavinna. Það er hærra tímakaup í því sem ég er að gera núna.

Svo að málin eru loksins komin á hreint. Skólinn hefst á mánudaginn og ég ætla rétt að vona að ég fái skrifborð á háskólasvæðinu, ég á eftir að vera þar allan sólarhringinn. Það verða mikil viðbrigði að hafa svona mikið að gera og ég þarf að setja mig í stellingar. Það er bara ákveðinn tímafjöldi í hverjum sólarhring og það er mikil sóun að eyða þeim tíma í að vera hrædd við námsefnið. Ég geri bara mitt allra besta. Einu sinni hafði ég ekkert fyrir námi, ég bara las og las og kunni það sem ég las. Svo fór kjarkurinn að minnka, það tók á að vera alltaf í fullu starfi og grípa í skólabækurnar meðfram, ég gat ekki lengur sökkt mér í bækurnar eins og þegar ég var yngri. Ég var að lesa grein um daginn þar sem sagði að það væri ekki hægt að multitaska, það væri bara hægt að gera eitt í einu ef vel ætti að vera. Gott að vita, þetta er ég búin að gera árum saman og það hefur ekki skilað mér neinu nema álagi og kvíða. Svo að ég er búin að skrá mig á trellónámskeið í vikunni til að læra að skipuleggja mig. Trelló er frábært tæki til að halda utan um allt sem þarf að vita og muna og meira þarf ég ekki. Þetta verður bara skemmtilegt. Lúxusinn minn í vetur verður árskortið mitt í Bíóparadís, það verður gott að geta skotist þangað hvenær sem ég á skilið verðlaun eftir góða frammistöðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Gangi þér vel Bidda mín

Ragnheiður , 5.9.2015 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 109137

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband