Lokadagur

11. maí er lokadagurinn samkvæmt gömlu dagatali. Lok vetrarvertíðar, það er að segja, og í framhaldi af lokadeginum kom vinnuhjúaskildagi, þessi árlegi dagur þar sem fólki var leyft að skipta um vinnu.

Í dag var lokadagurinn minn í þrennum skilningi. Ég útskrifaðist frá VIRK með fulla starfsgetu, húrra fyrir því, og útskrifaðist líka frá sálfræðingnum mínum sem sömuleiðis var í boði VIRK. Ég get svosem alveg haldið áfram að hitta hana, hvenær er ekki gott að hitta sálfræðing? Ég dríf í því um leið og ég verð búin að vinna í happdrættinu, sálin er jú ekki ennþá orðin hluti af heilbrigðiskerfinu.

Og síðast en ekki síst þá lauk ég við litlu heimildamyndina um ömmu mína og sendi hana til kennarans, nú get ég ekkert meira krukkað í hana. Hún er ekki fullkomin en ég var svo heppin að klúðra næstum öllu sem ég gat og lærði þar af leiðandi alveg helling og nú get ég bjargað mér í Final Cut og það mun koma að gagni í útskriftarverkefninu mínu. 

Sem sagt - öllum verkefnum lokið og það er komið sumarfrí :D

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband