Ómáluð í Kringlunni

Ég fór í ræktina í dag. Ekkert merkilegt við það, ég er enn á fullu í Heilsuborg og verð til jóla. Nema hvað ég átti að mæta klukkan tvö. Og rétt fyrir hádegi þurfti ég að mæta upp í útvarpshús til að fá þáttinn minn um Hinsegin kórinn á usb-lykli. Sem þýddi að ég hafði einn og hálfan tíma og það lá beinast við að eyða þeim tíma í Kringlunni. Í gömlum joggingbuxum, ómáluð og með skítugt hár.

Einhvern tímann hefði ég ekki látið sjá mig þannig í Kringlunni, ég hefði frekar falið mig á bókasafninu. En ekki núna. Kannski er það bara þannig að vera 50+, ég má líta út eins og mér sýnist. Hef ég þá ekki alltaf mátt það? Hver segir hvernig maður á að líta út? Þannig að um leið og ég hætti að pæla í þessu þá fann ég þessa frelsistilfinningu sem maður sér bara í dömubindaauglýsingum. Ég er alveg viss um að það var enginn að horfa á mig. Og ef einhver var að því, þá var það kannski einhver kona sem var líka með skítugt hárið og var kannski bara fegin að vera ekki sú eina. 

Það er nefnilega alveg ótrúlegt frelsi sem fylgir því að klæða sig eins og manni hentar, að geta skroppið í Kringluna á leiðinni í ræktina, þá er mjög rökrétt að vera ekki tilhöfð. Og ef það fylgir því í alvöru svona mikil frelsistilfinning að geta farið í Kringluna með skítugt hárið, hvað segir það þá um þennan ramma sem við konur erum í alla daga? Allar þessar litlu, ósýnilegu línur sem ekki má fara yfir, hver býr þær til? Við sjálfar? Það er kannski bara málið að forðast síður eins og Smartlandið og svoleiðis, slúðursíður eru í eðli sínu mjög andstyggilegar, þær lifa á því að hnýta í einhverjar frægar konur sem eru ómálaðar á almannafæri og jafnvel með appelsínuhúð eða einhvern álíka ósóma. Eins og ég sá framan á einhverju blaði að það er verið að stilla upp eiginkonum Brads Pitt og George Clooney sem einhverjum rosa keppinautum. Tveimur flottum og klárum konum sem eru örugglega ekki í einhverjum sandkassaslag sín á milli. Þetta er svo heimskulegt.

Einu sinni velti ég þessu aldrei fyrir mér. Ég klæddi mig bara eins fallega og ég gat og reyndi að gera mitt besta til að líta vel út. Eitt það fyrsta sem ég hætti eftir að ég flutti til Egilsstaða var að setja á mig meik á hverjum morgni, núna geri ég það nánast aldrei. Ég með mínar rauðu kinnar sem ég hef hatað frá unglingsaldri, þær bara trufla mig ekki lengur. Ég læt bara maskarann duga og kannski pínu varalit. En ekki þegar ég er á leiðinni í ræktina. Mikið á ég gott að vera ekki fræg og geta verið ómáluð í Kringlunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 109160

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband