History repeating itself

Ég man þegar ég var unglingur og Geirfinnsmálið var endalaust í umræðunni. Fólk um allt land ræddi málið fram og til baka og það ver eins og öll þjóðin væri komin í leynilögregluleik. Ég man að við stelpurnar vorum mikið í andaglasi og þar komu ýmsar róttækar upplýsingar fram að handan sem hefðu eflaust leyst málið á núll einni ef einhver hefði tekið mark á okkur. Við vorum að finna lík hér og þar um landið, ég man sérstaklega eftir Vík í Mýrdal þar sem lykilupplýsingar áttu að leynast í flæðarmálinu. Engin okkar hafði komið til Víkur, það hefði sennilega engum öðrum en okkur dottið í hug að lík gæti verið til lengdar í flæðarmálinu þar án þess að finnast. Þetta finnst manni fyndið í dag en svona var umræðan allt í kringum okkur, líka hjá fullorðna fólkinu. Það voru samsæriskenningar fram og til baka og allt þetta mál var með ólíkindum. Svo miklum ólíkindum að fjórar manneskjur voru dæmdar fyrir morð á tveimur mönnum þrátt fyrir að aldrei fannst neitt lík og allar játningar voru fengnar með þvingunum. Kannski voru dómararnir bara á kafi í að horfa á Dallas eins og við hin og voru orðnir þyrstir í að fá botn í söguna endalausu. Hver skaut JR og svo framvegis. Svo mikið man ég að pressan í þjóðfélaginu var orðin gígantísk, það var engin undankomuleið, hvorki fyrir dómara né sakborninga.

Ég fór að hugsa um þetta í morgun þegar ég sá nýjustu fréttir af lekamálinu. Ef marka má DV þá var Gísli Freyr í samskiptum við lögreglustjórann á Suðurnesjum daginn sem lekinn átti sér stað. Þessi lögreglustjóri bjó yfir upplýsingunum um barnsmóður Tony Omos sem enduðu í lekaskjalinu þar sem hún sá um þá yfirheyrslu. Eigum við von á að hún verði yfirheyrð og þá af hverjum? Sjálfri sér? Núna er aldeilis tilefni til að prjóna við þessa atburðarás og þarf ekki einu sinni andaglas. Þetta er bara að verða helvíti spennandi og liggur við að maður þurfi ekki Downton Abbey. Ég meina, hvað varð um herra Green og hvað voru Bateshjónin að gera þennan dag? Fáum við að sjá blóð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband