Hæpið

Þessir þættir eru algjörlega frábærir, ég bjóst sko EKKI við þessu. Kannski af því að þeir unglingaþættir sem ég hef séð hingað til hafa verið gerðir af fullorðnu fólki og það hefur stundum fylgt því einhver kjánahrollur. En þarna eru tveir frábærir þáttagerðarmenn sem hafa einlægan áhuga á viðmælendum sínum svo að viðtölin verða ótrúlega djúp og einlæg. Hiphop er orðið um 20 ára gamalt og ég fann virkilega fyrir kynslóðamun þegar það sló í gegn, mér fannst tónlistin alveg ókei en ég náði bara engri tengingu við textana þannig að þetta varð bara óskiljanlegur ljóðalestur með undirleik, mér fannst bara vanta laglínur eða eitthvað. Mér fannst ég bara verða hundrað ára á núll einni.

Mér finnst ég skilja hiphop betur eftir að hafa horft á Hæpið í kvöld. Ég skil þessa krakka sem líta á þetta sem sína tjáningarleið, þau rappa um allt sem þeim liggur á hjarta. Ég náði allt í einu tengingu við þessa sautján ára stelpu sem ég var einu sinni, það hefði alveg verið fínt að hafa rappið þegar ég var á Hlemminum og kunni ekkert að tjá mig. Samt get ég ekkert kvartað, ég hafði pönkið og hékk með krökkunum úr Sjálfsfróun, Vonbrigði og Q4U, það var blómatími. En krakkarnir voru ekkert mikið að horfa inn á við, þetta gekk meira út á rétta lúkkið og lingóið. Kannski er það líka þannig núna og alveg örugglega er það alltaf þannig upp að vissu marki. 

Ég er búin að sjá alla þættina, ég er farin að passa upp á að missa ekki af þeim. Mér finnst þeir alveg rosalega mikilvægir því að þeir byggja brýr, þeir opna fyrir skilning og það er alveg stórkostlegt, vonandi verða þeir framleiddir áfram. Það getur bara eitthvað fallegt komið út úr því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband