Hraun út í móa

Ég horfði spennt á þættina um Hraunið, mér fannst þeir alveg ljómandi og beið eftir að eitthvað meira gerðist en það var bara eitthvað ótrúlega bogið við söguna. Það var það eina sem var bogið, öll tæknivinnan var frábær sem og leikurinn. En sagan var bara svo þunn. Og alveg svakalega margir karakterar miðað við bara fjóra þætti, þeir hefðu átt að vera tíu. Þá hefði verið hægt að gera aðalkarakternum skil, hvernig dó sonur hans og hvernig veit skipperinn um það? Og þessi kynþokkafulla hótelstýra sem fær svo mikla athygli í byrjun, er eitthvað að marka það sem hún segir og af hverju hverfur hún svona snemma úr sögunni? Og barnið. Og þessi gaur sem lá á gægjum. Og stelpan hans. Og hvað er með þennan hring? Og og og...

Og hvað er málið með þennan handritshöfund sem virðist bara kunna að raða inn í formúlur? Hann er samt útlærður í handritaskrifum, hann ætti að kunna eitthvað meira. Einu sinni var ég á námskeiði hjá honum í að skrifa kvikmyndahandrit og það eina sem hann kenndi mér var að raða inn í formúlu. Samkvæmt formúlunni í bíómyndum verða alltaf hvörf á 30. mínútu, þá gerist eitthvað mikilvægt. Einhver verður fyrir slysi eða fær bréf eða óvæntur aðili mætir á svæðið, alltaf á 30. mínútunni. Og í lok myndarinnar er hápunktur nokkrum mínútum fyrir sögulok. Ég á það örugglega skrifað einhvers staðar en annars lærði ég ekki mikið. Kannski var bara það mikilvægasta sem ég lærði að til að brjóta formúlurnar af sér þarf maður að kunna þær fram og til baka. En ég kunni það reyndar áður. Og Hraunið braut ekki neinar formúlur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband