Bidda í núinu

Ég gerði alveg frábæra uppgötvun í dag. Núvitund er hluti af námskeiðinu sem ég er á í Heilsuborg og í dag komst ég að því að ég nota núvitundina á hverjum einasta degi án þess að gera mér grein fyrir því. Þegar ég finn að ég er að detta í gagnrýni, ef ég pirrast á dónalegri afgreiðslumanneskju eða eitthvað, þá hef ég stundum í þykjustunni að hún sé systir einhverrar manneskju sem ég lít upp til og sú manneskja sé viðstödd, þá finn ég hvernig ég næ í skottið á sjálfri mér og gremjan hverfur um leið. Af því að kannski er ég bara þreytt og svöng eða viðkvæm af einhverri annarri ástæðu og þá getur kveikiþráðurinn verið svo fáránlega stuttur. En þegar ég næ þessu, þá verð ég svo fáránlega stolt af sjálfri mér. Af því að þá er ég við stjórnvölinn en berst ekki fyrir veðri og vindum.

Í æfingunni í dag áttum við að máta okkur við allskonar fólk, okkur sjálf meðtalin. Fólk sem vakti allskonar tilfinningar, bæði slæmar og góðar. Og líka fólk á förnum vegi. Ég fór að hugsa um afgreiðslukonurnar í Bónus sem eru flestar pólskar og margar á miðjum aldri, hvort þær ættu börn og jafnvel barnabörn. Ég fór að hugsa um hvernig væri að vera á kassa, eitt af fáum störfum sem ég hef aldrei prófað. Og sem mig langar reyndar ekkert sérstaklega að prófa. Kannski langar þessar konur ekki til þess heldur en kannski eru þær bara himinsælar í sinni vinnu, hvað veit ég? Ég veit bara að því vingjarnlegri sem ég er, því vingjarnlegri eru þær.

Allavega, allt sem við áttum að gera í æfingunni í dag, það geri ég á hverjum degi. Af því að það lætur mér líða vel. Mér finnst gott að hlæja og brosa og ég get ekki samtímis verið með einhverja geðvonsku, það heldur mér fastri á einhverjum stað sem ég vil ekki vera á. Og svo lengi sem ég er meðvituð um það, þá er allt í himnalagi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband