Gleðigleði

 

stolið frá hörpu

Það er gott að geta allavega einu sinni á ári verið stolt af því að vera Íslendingur, hvernig ætli standi á því að Gleðigangan er hvergi svona mikill fjölskylduviðburður eins og hér? Fjórðungur þjóðarinnar mætti í Gleðigönguna í dag, hvorki meira né minna!

Ég mælti mér mót við góða vinkonu en vegna mannhafsins fann ég hana ekki fyrr á Arnarhóli, eftir að gangan var búin. Það var samt í góðu lagi því að miðbærinn var eitt allsherjar gleðiský í dag og bara gaman að vera innan um alla þessa hamingju. Svo hittum við fleiri vini og það var ennþá meira gaman.

Ég labbaði mér heim á leið þegar allt var búið og kvaddi vini mína á Frakkastígnum. En þá fékk ég sms frá annarri vinkonu og fór að hitta hana niðri í bæ þar sem við fengum okkur bjór, hún var að fara að spila í veislu og var í smá pásu. Þá labbaði ég aftur heim á leið og á Laugaveginum rakst ég á þriðju vinkonuna sem sat í sólinni með hópi fólks og var að fá sér hvítvín, mjög huggulegt og gaman að hitta hana. Svo að ég endaði bara á að velta heim. Þessi sólskinsdagur var vel nýttur.

P.S Þessi glæsilega mynd af svaninum hans Páls Óskars er rammstolin frá henni Hörpu vinkonu, vonandi fyrirgefur hún mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband