Kristín Lafranzdóttir

fil_norske-folkelivsbilleder-13-brudepyntning-paa-staburet-adolph-tidemand-800x445

Flestar bækur les ég bara einu sinni en það eru samt nokkrar sem ég hef lesið aftur og aftur. Ein af þeim er Kristín Lafranzdóttir eftir Sigrid Undset og það var ekki lítið sem ég lifði mig inn í söguna af henni þegar ég var unglingur. Þessi höfðingjadóttir á 14. öld sem fór gegn öllum gildandi reglum til að fá að vera með ástinni sinni, ég elskaði lýsingarnar á fatnaði, húsbúnaði og allskonar hefðum og siðum. Ég vissi það ekki þá en komst að því síðar að Sigrid Undset vann geysilega heimildavinnu áður en hún skrifaði þessa bók. Sagan var kvikmynduð fyrir nokkrum árum en var svo tilgerðarleg og dramatísk að ég náði engu sambandi við mína Kristínu í henni. Vonandi á einhver annar eftir að prófa, þetta er engin smá saga.

Kristin-Lavransdatter

Ég var að lesa Kristínu aftur, sennilega í fyrsta skipti síðan ég var unglingur, og það var algerlega ótrúlegt hve mikið ég mundi, bókin er full af sterkum myndum eins og lýsingunni á fölnaða manninum sem er líkt við gulnað og bælt gras sem hefur legið undir grjóti, það er sterk lýsing á manni sem hefur spilað illa úr sínu.

En ég las hana líka með öðrum gleraugum en áður og þar kemur metoo sterkt inn. Kristín er unglingur, yfirstéttarstelpa sem fer sínu fram og eitt kvöldið fer hún að hitta besta vin sinn, hann Árna sem hefur verið nánasti vinur hennar frá fæðingu. Árni er mjög skotinn í henni en það er ljóst að þau eru ekki af sömu stétt og Kristín lítur í rauninni fyrst og fremst á hann sem bróður. Núna er hann að fara að heiman til að mennta sig og þau hittast í laumi til að kveðjast. Á leiðinni heim mætir hún Beinteini, syni prestsins í sveitinni sem sjálfur er orðinn prestur og hann ræðst á Kristínu, hann veit að hún er að koma frá Árna og reiknar með að geta kennt honum um ef þetta hefur afleiðingar. Hún verst honum en skaðinn er skeður. Beinteinn prestur hittir síðar Árna þar sem hann er við nám og drepur hann. Þegar það fréttist er það Kristínu mikið áfall og hún kennir sér um. Sá skuggi fylgir henni það sem eftir er og hefur áhrif á allar hennar ákvarðanir.

Kristín Lafranzdóttir er í þremur bindum og pabbi átti bara það fyrsta. Ég las það aftur og aftur sem rómantíska skáldsögu sem endar með brúðkaupi. Af hverju enda allar góðar ástarsögur á brúðkaupi, er ekkert líf eftir það? 2. bindi hefst á því að Kristín er orðin húsfreyja, búin að fá ástina sína og er þá ekki bara hamingja framundan? Eða er raunveruleikinn eitthvað annað? Í þriðja bindinu er hún orðin ekkja og fer í gegnum mikla sjálfskoðun þar sem svarti dauði kemur við sögu. Bækurnar voru endurútgefnar árið 1987 og þá kynntist ég loks seinni tveimur bindunum. En svo hef ég ekki lesið þær síðan, fyrr en nú. Ég gæti látið frá mér næstum allar mínar bækur en aldrei Kristínu Lafranzdóttur. Ég verð á Reykjalundi í næstu viku og hugsa að ég taki hana bara með.


Bloggfærslur 7. október 2018

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband