Dannemora

dannemoraFyrst þegar ég heyrði um Escape at Dannemora var ég frekar skeptísk. Það eru örfá ár síðan þetta gerðist (ég man eftir þessu úr fréttum) og það er alltaf viðkvæmt að fjalla um persónulega harmleiki, fólk á aðstandendur og allt það. Og tilfinningaklám er ógeð. 

En þegar ég sá leikaralistann þá ákvað ég að gefa þeim séns. Paul Dano er gelgjulegi stóri bróðirinn í Little Miss Sunshine og barþjónninn í The Good Heart Dags Kára, hann er eitt stórt hæfileikabúnt. Benicio del Toro þarf ekkert að kynna og Patricia Arquette lék mömmuna á móti Ethan Hawke í Boyhood, þessari sem var tekin á tólf árum þannig að allir leikarar eldast smám saman. Það hlaut að vera einhver góð ástæða fyrir því að þetta fólk samþykkti að vera með.

dannemor3

Sagan er í stuttu máli sú að tveir hættulegir fangar strjúka úr öryggisfangelsi með aðstoð kvenkyns fangavarðar. Við getum gúglað allt um það hvernig fer, spennan í sögunni snýst ekki um það hvernig hún endar. Sagan snýst hinsvegar um það hvernig fólk sem ekki tekur ábyrgð á sjálfu sér getur orðið að leiksoppum.

Tilly er gift manni sem hún þolir ekki og í stað þess að gera eitthvað í því þá tekur hún upp kynlífssamband við fangann Sweat þar sem hún hefur yfirhöndina. Þessi fangi á vin, Matt, sem er mun harðari nagli og þeir ákveða í sameiningu að nýta sér sambandið við hana til að brjótast út. Matt nær valdi yfir Tilly með því að höfða til drauma hennar og hún trúir því að þau þrjú muni lifa hamingjusamlega til æviloka í Mexíkó eftir flóttann. Þeir ætla hinsvegar að drepa hana um leið og þeir þurfa ekki lengur á henni að halda. Hún trúir þeim statt og stöðugt og lítur jafnvel á þá sem leið hennar út úr þessu leiðinlega lífi, hún ýjar jafnvel að því að þeir gætu losað hana við eiginmanninn. Hún virðist hinsvegar aldrei leiða hugann að því af hverju þeir eru lífstíðarfangar í þessu öryggisfangelsi án möguleika á náðun, þeir eru sennilega engir englar.

dannemor1

Og það er það snilldarlega við frásögnina. Við vitum ekkert um þessa menn lengi framan af og það er auðvelt að vorkenna þeim sem eru lokaðir inni til lífstíðar. Það er ekki erfitt að skilja sjálfsbjargarviðleitnina sem þeir sýna þegar þeir koma sér í mjúkinn hjá Tilly og töfra hana upp úr skónum. Það er ekki fyrr en þeir eru komnir út sem við fáum að vita af hverju þeir sátu inni. Og af hverju Tilly er svona vansæl í hjónabandinu.

Sumum finnst ekkert gerast í þáttunum fyrr en í lokin, því er ég ekki sammála. Hver einasti þáttur var svo hlaðinn að ég varð að melta hann áður en ég gat horft á þann næsta.

Það er ótrúlegt að þetta hafi allt gerst í raun og veru. Það virðist ekki miklu hafa verið bætt við. Sumum finnst of mikið gert úr kynlífinu en það er ekki hægt að horfa framhjá því, það er lykill að öllu saman. Það er veika hliðin sem þeir finna á Tilly og þar ganga þeir á lagið. Þetta er eins og hver önnur fíkn. Tilly ræður algerlega við hinn einfalda Sweat en þegar Matt tekur við missir hún öll tök. Hún jafnvel þegir þegar hann segir henni að járnsögin sem hún smyglaði til hans sé ekki ætluð til að ramma inn málverk, heldur saga sér leið út. Þá er hún orðin svo langt leidd að hún trúir Mexíkódraumnum algerlega með kúm og öllu saman.

dannemor2

Nú er ég ábyggilega búin að eyðileggja þættina fyrir einhverjum. En hey, það má gúgla þetta allt saman hvort sem er. Mér finnst bara svo gott að staldra við og velta fyrir mér af hverju fólk gerir það sem það gerir, jafnvel ágætlega upplýst fólk. Og það er sennilega aðalerindi þessara þátta.

 

 


Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Jan. 2019
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 109144

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband