Bidda saumar út - í loftið

Ég er að bíða eftir tilboði frá Kína og það ætlar að taka einhvern tíma. En það er allt í lagi, ég get alveg notað tímann á meðan. Og samkvæmt nýjustu upplýsingum þá er almennt frí í Kína núna, allavega í Guangdong. Á meðan sauma ég prufur og fikta með allskonar liti, það eru nefnilega alltaf tveir litir saman í nálinni og þeir þurfa að hljóma saman, og svo þurfa þeir líka að vilja tala við alla hina litina. Núna er ég búin að sauma sama bangsann nokkrum sinnum því að fyrst var hann of dökkur og þá urðu augun of ljós. Þá fann ég ljósari lit á hann og nú eru augun orðin dekkri. Og slaufan um hálsinn á honum þarf að vera í bleikum lit í sama styrkleika og blái liturinn í buxunum, sami blái liturinn þarf svo að passa sem augnlitur til að vera ekki með alltof marga liti. Og með honum er dúkka sem er líka búin að breyta nokkrum sinnum um lit, fyrst var hún of drapplit en nú er hún orðin fallega ljósbleik með einum þræði af gulleitu. Og þá þarf kjóllinn hennar að vera í lit sem vegur salt á móti. Og slaufan í hárinu á henni þarf að kallast á við slaufuna á bangsanum. Og sami liturinn fer á varirnar á henni því að það er ekki hægt að vera með sérstakan lit fyrir 3-4 spor eingöngu. Og þegar því öllu er lokið þá þarf ég að finna út hvernig hárið á henni á að vera, hvort hún verður ljóshærð eða kannski jarphærð, það fer eftir því hvernig það þjónar heildarmyndinni. Og þó að frumgerðin verði kannski ljóshærð þá gæti eftirgerðin alveg orðið eitthvað annað. Tímafrekt en alveg ótrúlega skemmtilegt. Eiginlega bara algjör forréttindi. Og svo þarf ég að skrá nákvæmlega hve mikið ég nota af hverjum lit því að þá get ég tínt það til á stundinni þegar þar að kemur. Og svo þarf ég að prófa mig áfram með hvítu fiðrildin, hvítt er ekki bara hvítt. Eins og í bíómyndunum þegar þagnir eru búnar til með dropa sem lekur úr krana. Og svo allar hinar vögguvísurnar og bænirnar sem bíða eftir að verða myndskreyttar á sama hátt. Þegar veðrið er svona leiðinlegt og ég er svona mikið heima hjá mér þá er bara ekki hægt að hugsa sér betri tímasóun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband