Bólgur

Það er skrýtið ástand á mér núna. Sennilega hef ég ofgert mér í Gleðigöngunni á laugardaginn var, sérstaklega þar sem ég labbaði aftur og aftur niður í bæ til að hitta skemmtilegt fólk. Á sunnudaginn var ég stirð í skrokknum en skrifaði það bara á hreyfingarleysið undanfarið og á mánudaginn fórum við BP að njóta sólarinnar í bænum og ég fann að ég gat varla tínt upp leikföngin sem litli stubbur henti frá sér. Samt fór ég í gleðitúttugönguferð um kvöldið og það var allt í lagi. Á þriðjudaginn varð ég bara verri og verri þrátt fyrir hangs í heitu pottunum og um kvöldið var ég farin að öskra af sársauka. Svo að ég fór snemma í rúmið og hélt að góð næturhvíld myndi bjarga þessu. En á miðvikudagsmorguninn lenti ég samt upp á bráðamóttöku og það í sjúkrabíl því að ég gat alls ekki gengið og bara ekkert hreyft mig yfirleitt. Þá var ég sett á stóra lyfjaskammta og bryð þá nú eins og enginn sé morgundagurinn, það er búið að setja sjúkraþjálfunina í botn og nú er það bara þrisvar í viku um óákveðinn tíma. Ljósi punkturinn er að samkvæmt myndum er ég ekki með slit í mjöðminni, þetta eru eintómar bólgur í vöðvafestingum og það er hægt að tækla - skál í parkótín forte...

Vöðvabólgukerling eins og ég má bara alls ekki við svona miklu hreyfingarleysi, það er eins gott að Heilsuborg fer bráðum í gang og þá verður þetta allt í himnalagi. 

Mér finnst samt ekkert í himnalagi að útvarpsþáttanámskeiðið sem ég er skráð á í haust verður sennilega fellt niður vegna fámennis, ég sem ætlaði að skemmta mér svo vel. Hvar eru allir þessir hundrað sem voru á námskeiðinu í vor??? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Tær ávöxtur

zzz

Höfundur

Margrét Birna Auðunsdóttir
Margrét Birna Auðunsdóttir

Konukind í leit að framtíð. Hef endalausa þörf fyrir að tjá mig og þess vegna dugir ekki eitt blogg. Annað er opið öllum en hitt er alveg prívat. Það er alveg bráðnauðsynlegt að eiga sér leyndarmál, helst mörg...

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • jákvætt ár
  • jákvætt ár
  • fólk
  • dannemor2
  • dannemor2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband